Veita útigangskisum mat og skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 19:30 Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879 Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira