Kærasti Anníe Mistar vann annan hlutann í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 12:30 Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius er í flottu formi í ár. Mynd/Instagram/frederikaegidius Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira