Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. október 2019 07:45 Lagt er til að fæðingarorlof lengist í 12 mánuði. Fréttablaðið/Pjetur Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. Lenging orlofsins verður gerð í tveimur áföngum. Þannig mun einn mánuður bætast við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020. Sameiginlegur réttur foreldra verður hins vegar tveir mánuðir í stað þriggja. Annar mánuður bætist svo við sjálfstæðan rétt hvors foreldris vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 2021. Þá verður réttur hvors foreldris um sig fimm mánuðir auk tveggja mánaða sem foreldrar geta skipt sín á milli. Eru þessar tillögur í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamningsins. Heildarkostnaður við fyrri áfangann er talinn nema um 1,7 milljörðum króna sem skiptist á árin 2020 og 2021. Síðari áfanginn er talinn kosta um 3,2 milljarða sem skiptast á árin 2021 og 2022. Með fyrri áfanga breytingunum er áætlað að feður taki um 33 prósentum fleiri daga í feðraorlof en nú er. Áhrifin fyrir mæður muni hins vegar ekki koma fram fyrr en breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. Lenging orlofsins verður gerð í tveimur áföngum. Þannig mun einn mánuður bætast við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020. Sameiginlegur réttur foreldra verður hins vegar tveir mánuðir í stað þriggja. Annar mánuður bætist svo við sjálfstæðan rétt hvors foreldris vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 2021. Þá verður réttur hvors foreldris um sig fimm mánuðir auk tveggja mánaða sem foreldrar geta skipt sín á milli. Eru þessar tillögur í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamningsins. Heildarkostnaður við fyrri áfangann er talinn nema um 1,7 milljörðum króna sem skiptist á árin 2020 og 2021. Síðari áfanginn er talinn kosta um 3,2 milljarða sem skiptast á árin 2021 og 2022. Með fyrri áfanga breytingunum er áætlað að feður taki um 33 prósentum fleiri daga í feðraorlof en nú er. Áhrifin fyrir mæður muni hins vegar ekki koma fram fyrr en breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira