Fyrsta og eina mark leiksins kom á 41. mínútu er Philipp Max skoraði en Alfreð fór af velli í uppbótartíma. Liðið komst upp úr fallsæti með sigrinum.
Final substitution for #FCA
coming on: Jeff #Gouweleeuw
coming off: Alfred #Finnbogason#SCPFCA (90') 0-1 pic.twitter.com/ak875oYyNw
— FC Augsburg English (@FCA_World) November 9, 2019
Álasund vann 3-1 sigur á Sandefjord í Íslendingaslag í norsku B-deildinni. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að tryggja sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Emil Pálsson lék allan leikinn fyrir Sandefjord en Viðar Ari Jónsson var fjarri góðu gamni. Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn fyrir Álasund en Davíð Kristján Ólafsson kom inn sem varamaður á 62. mínútu.
Aron Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Start vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Notodden í sömu deild. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start sem er nú á leið í umspil um laust sæti í norsku úrvalsdeildinni.
Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður er Spezia tapaði 3-2 fyrir Pisa á útivelli í ítölsku B-deildinni. Spezia er í 15. sæti deildarinnar.