Umfjöllun og viðtöl: KA 31-27 FH | Fyrsti heimasigur KA kom gegn Fimleikafélaginu

Rúnar Þór Brynjarsson skrifar
Daníel Matthíasson, leikmaður KA.
Daníel Matthíasson, leikmaður KA. vísir/daníel þór
KA vann góðan fjögurra marka sigur, 31-27, á FH þegar liðin mættust í KA heimilinu á Akureyri í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur KA í vetur og sigurinn því kærkominn.

KA menn leiddu allan leikinn en FH pressaði hart á KA og var munurinn minnst eitt mark.

Staðan í hálfleik var 18-14 fyrir KA og FH-ingar svekktir með sína frammistöðu í fyrri hálfleik. Akureyringar slökuðu ekkert á í þeim seinni og unnu sig upp í sex marka forskot 28-22.

FH gáfust samt ekkert upp og minnkuðu muninn niður í 3 mörk þegar fjórar mínútur lifðu leiks. KA gaf þá í og vann stórgóðan og mikilvægan 31-27 sigur

Afhverju vann KA?

Alltof mörg klaufa mistök FH í fyrri hálfleik og KA refsuðu þeim fyrir það.

Bestu menn vallarins

Jovan Kukobat átti mjög góðan leik í marki KA og endaði með 17 varin skot.

Markahæsti maður KA var Dagur Gautason með 9 mörk

Markahæsti maður FH var Ásbjörn Friðriksson og endaði hann með 11 mörk.

Hvað er næst?

KA-menn heimsækja Val í næstu umferð á meðan FH-ingar fá Stjörnuna heim.

Sigursteinn: Vorum arfaslakir
Sigursteinn var óhress með sína menn í dagvísir/vilhelm
„Svekkelsi, við áttum ekki góðan leik í dag og alltof margt sem gekk ekki upp,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í leikslok. 

Mörg klaufamistök í bæði vörn og sókn FH gerðu KA mönnum auðveldara fyrir í dag.

„Mjög margir hlutir sem gengu ekki upp. Við vorum arfaslakir í dag og hendum boltanum auðveldlega frá okkur. Ég er ósáttur hvernig við klárum hlutina sem lið og föllum svoldið frá hvor öðrum.“

FH-ingar fá Stjörnuna heim í næstu umferð. „Nú þurfum við bara að eiga góða æfingaviku og mæta klárir í næsta leik,“ segir Sigursteinn.

„Hrikalega ánægður með mitt lið og okkar frammistöðu í leiknum, við vorum algjörlega frábærir. Fyrri hálfleikurinn klárlega besta frá okkur í vetur. Þeir minnkuðu í eitt en komust aldrei nær og við unnum sannfærandi sigur,“ sagði Stefán Árnason, annar af þjálfurum KA eftir leik kvöldsins gegn FH.

„Frábær andi í liðinu og við gerðum þetta saman.“

Mikil stemmning var í KA heimilinu og heimamenn vel stemmdir. „Við erum mjög stoltir af KA heimilinu, fullt hús og griðaleg stemmning. Það er erfitt fyrir okkur að spila hérna og gefa fólkinu okkar ekki sigur. Það eru forréttindi að spila fyrir KA fólkið.“

Næsti leikur er gegn Val strax á miðvikudaginn. „Ef við spilum svona getum við unnið öll lið,“ sagði Stefán.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira