„Eins og 12 ára gamalt barn í flugturni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:48 Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem grimmum og hættulegum í nýrri bók. vísir/getty Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42