Segja upplifun ættingja ekki lýsingu á raunverulegri atburðarás Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 20:29 Hrafnista í Hafnarfirði. Hrafnista Hrafnista hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um andlát Ingólfs Árna Jónssonar sem lést á Hrafnistu þann 31. október. Málið hefur vakið mikla athygli en ættingjar Ingólfs gagnrýna Hrafnistu harðlega vegna málsins og segja starfsfólk hafa hundsað alvarlegt ástand hans. Í yfirlýsingunni, sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sendi fyrir hönd Hrafnistu, kemur fram að Hrafnista geti ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málið vegna þagnarskyldu. Hins vegar sé mjög mikilvægt að það komi fram að upplifun ættingjanna af atburðum fimmtudagsins sé „ekki lýsing á raunverulegri atburðarás“. Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, lýsti atburðarásinni í samtali við Vísi og sagði engan vafa leika á því að vanræksla starfsfólks hafi átt stóran hlut í andláti hans. Hún hafi jafnframt verið verulega ósátt við viðbrögð Hrafnistu vegna málsins.Sjá einnig: „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Hann fullyrðir að öllum verk- og gæðaferlum hafi verið fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfsfólki Hrafnistu í tilviki Ingólfs, sem er þó ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni vegna þagnarskyldu fyrirtækisins, og að samráðs við íbúa og aðstandendur hafi verið gætt líkt og alltaf.Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, gagnrýndi stjórnendur Hrafnistu harðlega.„Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að engin undirmönnun hafi verið í hópi starfsfólks þetta kvöld og tilkynning um málið hafi verið send til Embættis landlæknis samkvæmt verkferlum. Það sé því ósanngjarnt að það starfsfólk sem sá um umönnun Ingólfs hafi verið borið þungbærum og alvarlegum ásökunum vegna málsins. Það sé bæði undrandi og miður sín vegna málsins og harmar Hrafnista þennan fréttaflutning.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Hrafnistu í heild sinni:Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem gert hefur verið að umtalsefni á Vísi og víðar var öllum verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og þess ber sérstaklega að geta vegna umfjöllunar Vísis að gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu eins og alltaf þegar því verður við komið. Samkvæmt verkferlum hefur verið send tilkynning um málið til Embættis landlæknis og af gefnu tilefni ber þess einnig að geta engin undirmönnun var í hópi starfsfólks þetta kvöld.Hrafnista harmar þennan fréttaflutning af málinu og hvetur alla hlutaðeigandi til vandaðra vinnubragða og nærgætni í málum sem þessum. Andlát nákomins ættingja er ávallt afar erfitt og það þekkir starfsfólk heilbirgiðsstofnanna og hjúkrunarheimila eins og Hrafnistu Hafnarfirði vel þar sem hátt í eitthundrað aldraðrir ljúka æviskeiði sínu á hverju ári. Starfsfólk umræddrar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði í því tilfelli sem Vísir fjallar um og sá um umönnun og hjúkrun umrædds einstaklings hefur verið borið mjög þungbærum, alvarlegum og ósanngjörnum sökum af aðstandendum viðkomandi einstaklings. Starfsfólk er mjög undrandi og miður sín vegna þessa.Jafnframt vill Hrafnista þakka fallegar kveðjur og hlý orð sem starfsfólki hefur borist frá fjölda ættingja og íbúa og sem notið hafa þjónustu Hrafnistu í Hafnarfirði.Pétur Magnússon,forstjóri Hrafnistuheimilanna Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Hrafnista hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um andlát Ingólfs Árna Jónssonar sem lést á Hrafnistu þann 31. október. Málið hefur vakið mikla athygli en ættingjar Ingólfs gagnrýna Hrafnistu harðlega vegna málsins og segja starfsfólk hafa hundsað alvarlegt ástand hans. Í yfirlýsingunni, sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sendi fyrir hönd Hrafnistu, kemur fram að Hrafnista geti ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málið vegna þagnarskyldu. Hins vegar sé mjög mikilvægt að það komi fram að upplifun ættingjanna af atburðum fimmtudagsins sé „ekki lýsing á raunverulegri atburðarás“. Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, lýsti atburðarásinni í samtali við Vísi og sagði engan vafa leika á því að vanræksla starfsfólks hafi átt stóran hlut í andláti hans. Hún hafi jafnframt verið verulega ósátt við viðbrögð Hrafnistu vegna málsins.Sjá einnig: „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Hann fullyrðir að öllum verk- og gæðaferlum hafi verið fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfsfólki Hrafnistu í tilviki Ingólfs, sem er þó ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni vegna þagnarskyldu fyrirtækisins, og að samráðs við íbúa og aðstandendur hafi verið gætt líkt og alltaf.Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, gagnrýndi stjórnendur Hrafnistu harðlega.„Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að engin undirmönnun hafi verið í hópi starfsfólks þetta kvöld og tilkynning um málið hafi verið send til Embættis landlæknis samkvæmt verkferlum. Það sé því ósanngjarnt að það starfsfólk sem sá um umönnun Ingólfs hafi verið borið þungbærum og alvarlegum ásökunum vegna málsins. Það sé bæði undrandi og miður sín vegna málsins og harmar Hrafnista þennan fréttaflutning.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Hrafnistu í heild sinni:Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem gert hefur verið að umtalsefni á Vísi og víðar var öllum verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og þess ber sérstaklega að geta vegna umfjöllunar Vísis að gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu eins og alltaf þegar því verður við komið. Samkvæmt verkferlum hefur verið send tilkynning um málið til Embættis landlæknis og af gefnu tilefni ber þess einnig að geta engin undirmönnun var í hópi starfsfólks þetta kvöld.Hrafnista harmar þennan fréttaflutning af málinu og hvetur alla hlutaðeigandi til vandaðra vinnubragða og nærgætni í málum sem þessum. Andlát nákomins ættingja er ávallt afar erfitt og það þekkir starfsfólk heilbirgiðsstofnanna og hjúkrunarheimila eins og Hrafnistu Hafnarfirði vel þar sem hátt í eitthundrað aldraðrir ljúka æviskeiði sínu á hverju ári. Starfsfólk umræddrar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði í því tilfelli sem Vísir fjallar um og sá um umönnun og hjúkrun umrædds einstaklings hefur verið borið mjög þungbærum, alvarlegum og ósanngjörnum sökum af aðstandendum viðkomandi einstaklings. Starfsfólk er mjög undrandi og miður sín vegna þessa.Jafnframt vill Hrafnista þakka fallegar kveðjur og hlý orð sem starfsfólki hefur borist frá fjölda ættingja og íbúa og sem notið hafa þjónustu Hrafnistu í Hafnarfirði.Pétur Magnússon,forstjóri Hrafnistuheimilanna
Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30