Bíða enn eftir Landsrétti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Sindri Þór Stefánsson fékk fjögurra og hálfs árs dóm. Fréttablaðið/Ernir Bitcoin-málið svokallaða er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar en dómur í málinu var kveðinn upp í janúar. Sjö menn voru þá dæmdir fyrir aðild að innbrotum og þjófnaði úr tveimur gagnaverum. Þeir fimm sem hlutu þyngstu refsingu áfrýjuðu málinu til Landsréttar og var málið skráð þar 8. mars síðastliðinn. Þótt átta mánuðir séu liðnir hefur málið ekki enn verið tekið á dagskrá réttarins. Í svari Landsréttar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ástæðan sé sú að ríkissaksóknari hafi enn ekki þingfest málið og afhent gögn þess til Landsréttar. Í svari ríkissaksóknara segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi enn ekki afhent gögn málsins þótt óskað hafi verið eftir því og sú beiðni verið ítrekuð. Björn Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir að þegar málið hafi verið þingfest verði verjendum og ákæruvaldi veittir frestir til að skila greinargerðum en það sé fyrst að lokinni þessari gagnaöflun sem málið sé tilbúið til málflutnings og unnt að afkveða dagsetningu hans. Aðspurður segir Björn að ekki sé unnt að fullyrða að málið hafi beðið lengur en önnur mál sem verið hafa til meðferðar hjá réttinum. Sindri Þór Stefánsson hlaut þyngsta dóminn í héraði en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir skipulagningu og framkvæmd brotanna. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Dómsmál Tengdar fréttir Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Bitcoin-málið svokallaða er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar en dómur í málinu var kveðinn upp í janúar. Sjö menn voru þá dæmdir fyrir aðild að innbrotum og þjófnaði úr tveimur gagnaverum. Þeir fimm sem hlutu þyngstu refsingu áfrýjuðu málinu til Landsréttar og var málið skráð þar 8. mars síðastliðinn. Þótt átta mánuðir séu liðnir hefur málið ekki enn verið tekið á dagskrá réttarins. Í svari Landsréttar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ástæðan sé sú að ríkissaksóknari hafi enn ekki þingfest málið og afhent gögn þess til Landsréttar. Í svari ríkissaksóknara segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi enn ekki afhent gögn málsins þótt óskað hafi verið eftir því og sú beiðni verið ítrekuð. Björn Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir að þegar málið hafi verið þingfest verði verjendum og ákæruvaldi veittir frestir til að skila greinargerðum en það sé fyrst að lokinni þessari gagnaöflun sem málið sé tilbúið til málflutnings og unnt að afkveða dagsetningu hans. Aðspurður segir Björn að ekki sé unnt að fullyrða að málið hafi beðið lengur en önnur mál sem verið hafa til meðferðar hjá réttinum. Sindri Þór Stefánsson hlaut þyngsta dóminn í héraði en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir skipulagningu og framkvæmd brotanna.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Dómsmál Tengdar fréttir Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02