Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 12:04 Frá kynningarfundi peningastefnunefndar í húsakynnum Seðlabankans í morgun. Vísir/baldur Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56