Flutti ræðu í borgarstjórn í bundnu máli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 15:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu sína í borgarstjórn í dag í bundnu máli. Til umræðu var frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Borgarlína, grænar lausnir, og húsnæðis- og skólamál eru meðal þess sem kom við sögu í máli Dóru en hún sló botninn í ræðuna með því að ítreka vilja sinn um að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta áriKlippa: Dóra Björt notar bundið mál á borgarstjórnarfundi „Skilaboð geta bara batnað með hrynjanda og rími. Ég vona að þið kunnið að meta smá af góðu gríni. Góða ferð og gangi ykkur vel,“ sagði Dóra er hún hóf mál sitt en afganginn af ræðunni má lesa hér að neðan.Með betri þjónustu borgin okkar verður vænni Tökum nokkur stökk svo hún verði líka grænni Á forsendum íbúanna með róttækni að vopni Skiljum við fortíðina, við þurfum framsækni Með öflugum aðgerðum geng heimilisleysi Okkar kæra fólki þannig reddum eigin pleisi Húsnæði fyrir alla og öll höfuð undir þök Við vinnum hörðum höndum til að stoppa í þessi göt Göngugötur fyrir alla, við viljum ganga og hjóla Leikskólar til að læra, til að gleðjast, til að róla Af krafti skulum efla fólksins ör- og frjálsa flæði Með menntastefnu styrkjum við svo okkar lýðræði Áhersla á nýsköpun og með því mögnuð svið Faglegri vinnubrögð og við horfum fram á við Hendum breytingum frá 2007 Meira af því er nú í fjárhagsáætlun númer tvö Aukum jafnrétti því rétturinn er okkar Skírt umburðarlyndi okkur góða fólkið lokkar Valdefling íbúa í íbúaráðum Fræjum breytinga og nýunga við stráum Skjalakerfi fáum við nú öflugt og nýtt Búin að bíða ansi lengi en margt þá verður títt Kominn tími á að rafrænt taki völdin Eftir hverju er að bíða það er 21. öldin Notendavæn svo um munar við svo sannarlega verðum Með þeim pælingum nú stjórnkerfið við herðum Snjallborgin fyrr og nú opnar huga vor og hjarta Höldum áfram að þróa fyrir framtíðina bjarta Græna netið kemur með náttúruna flotta og fína Þar að auki betri strætó, okkar kæra borgarlína Fetum nokkur skref í átt að meiri skilun og flokkun Gas- og jarð- og lífrænt og við loftslagsmálin rokkum Evrópupeningar fyrir orkuskipti í samgöngum Með breyttum ferðavenjum áfram keik við göngum Megum engan tíma missa minnkum kolefnisins spor Þar sem núna þörfnumst við er kjarkur, styrkur og þor Sækjum um að verða Evrópunnar græna borg Grænt eykur lífsins gæði um bæði göturnar og torg Reykjavíkin vaxi og dafni eins og fegursta jurt Þéttum byggð, lífgum við og svo flugvöllinn burt Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. 5. nóvember 2019 14:22 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu sína í borgarstjórn í dag í bundnu máli. Til umræðu var frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Borgarlína, grænar lausnir, og húsnæðis- og skólamál eru meðal þess sem kom við sögu í máli Dóru en hún sló botninn í ræðuna með því að ítreka vilja sinn um að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta áriKlippa: Dóra Björt notar bundið mál á borgarstjórnarfundi „Skilaboð geta bara batnað með hrynjanda og rími. Ég vona að þið kunnið að meta smá af góðu gríni. Góða ferð og gangi ykkur vel,“ sagði Dóra er hún hóf mál sitt en afganginn af ræðunni má lesa hér að neðan.Með betri þjónustu borgin okkar verður vænni Tökum nokkur stökk svo hún verði líka grænni Á forsendum íbúanna með róttækni að vopni Skiljum við fortíðina, við þurfum framsækni Með öflugum aðgerðum geng heimilisleysi Okkar kæra fólki þannig reddum eigin pleisi Húsnæði fyrir alla og öll höfuð undir þök Við vinnum hörðum höndum til að stoppa í þessi göt Göngugötur fyrir alla, við viljum ganga og hjóla Leikskólar til að læra, til að gleðjast, til að róla Af krafti skulum efla fólksins ör- og frjálsa flæði Með menntastefnu styrkjum við svo okkar lýðræði Áhersla á nýsköpun og með því mögnuð svið Faglegri vinnubrögð og við horfum fram á við Hendum breytingum frá 2007 Meira af því er nú í fjárhagsáætlun númer tvö Aukum jafnrétti því rétturinn er okkar Skírt umburðarlyndi okkur góða fólkið lokkar Valdefling íbúa í íbúaráðum Fræjum breytinga og nýunga við stráum Skjalakerfi fáum við nú öflugt og nýtt Búin að bíða ansi lengi en margt þá verður títt Kominn tími á að rafrænt taki völdin Eftir hverju er að bíða það er 21. öldin Notendavæn svo um munar við svo sannarlega verðum Með þeim pælingum nú stjórnkerfið við herðum Snjallborgin fyrr og nú opnar huga vor og hjarta Höldum áfram að þróa fyrir framtíðina bjarta Græna netið kemur með náttúruna flotta og fína Þar að auki betri strætó, okkar kæra borgarlína Fetum nokkur skref í átt að meiri skilun og flokkun Gas- og jarð- og lífrænt og við loftslagsmálin rokkum Evrópupeningar fyrir orkuskipti í samgöngum Með breyttum ferðavenjum áfram keik við göngum Megum engan tíma missa minnkum kolefnisins spor Þar sem núna þörfnumst við er kjarkur, styrkur og þor Sækjum um að verða Evrópunnar græna borg Grænt eykur lífsins gæði um bæði göturnar og torg Reykjavíkin vaxi og dafni eins og fegursta jurt Þéttum byggð, lífgum við og svo flugvöllinn burt
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. 5. nóvember 2019 14:22 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45
Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. 5. nóvember 2019 14:22