Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 14:49 Stríð eiturlyfjahringja hefur staðið í Mexíkó um langt skeið. Getty Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira