Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Una María segir jafnframt mikilvægast að foreldrar séu góðar fyrirmyndir. Fréttablaðið/Ernir Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“ Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“
Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira