Matráðar með niðurgang taki sér tveggja daga frí Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 16:15 Mikilvægt er að matreiðslufólk hugi að hreinlæti þegar það meðhöndlar matvæli. Getty/Westend61 Matvælastofnun hvetur fólk sem meðhöndlar mat til að halda sig heima sé það með niðurgangspest, í hið minnsta tvo sólarhringa eftir að einkenni hverfa. Margar slíkar pestir gangi nú manna á milli um þessar mundir, til að mynda nóróveirusýkingar eins og Vísir hefur greint frá síðustu daga. Þannig fundu næstum 80 starfsmann KPMG fyrir einkennum sem svipuðu til nóróveirusmits og þá var ungbarnaleikskóla í Grafarvogi lokað í tæpa viku vegna veirunnar.Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru niðurgangur eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Tími frá smiti þar til einkenni koma fram eru 1 til 2 sólarhringar. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Sjá einnig: Aukning á niðurgangspestum hérlendis Fólk sem verkar eða ber fram mat er í kjörstöðu til að dreifa niðurgangspestum, að sögn Matvælastofnunar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu. „Smitaðir einstaklingar sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum skulu ávallt forðast að meðhöndla matvæli þar til tveimur dögum (48 klst) eftir að sjúkdómseinkenni hverfa,“ segir í aðvörun Matvælastofnunar.Þar segir jafnframt að uppköst séu bráðsmitandi og að til séu dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Þá sé jafnframt algengt að veiran smitiast með fæðu og vatni eftir aðkomu sýkts einstaklings. Einnig geti matvæli mengast í framleiðslunni með menguðu vatni við vökvun eða skolun. Heilbrigðismál Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Aukning á niðurgangspestum hérlendis Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. 1. nóvember 2019 14:31 Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Matvælastofnun hvetur fólk sem meðhöndlar mat til að halda sig heima sé það með niðurgangspest, í hið minnsta tvo sólarhringa eftir að einkenni hverfa. Margar slíkar pestir gangi nú manna á milli um þessar mundir, til að mynda nóróveirusýkingar eins og Vísir hefur greint frá síðustu daga. Þannig fundu næstum 80 starfsmann KPMG fyrir einkennum sem svipuðu til nóróveirusmits og þá var ungbarnaleikskóla í Grafarvogi lokað í tæpa viku vegna veirunnar.Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru niðurgangur eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Tími frá smiti þar til einkenni koma fram eru 1 til 2 sólarhringar. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Sjá einnig: Aukning á niðurgangspestum hérlendis Fólk sem verkar eða ber fram mat er í kjörstöðu til að dreifa niðurgangspestum, að sögn Matvælastofnunar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu. „Smitaðir einstaklingar sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum skulu ávallt forðast að meðhöndla matvæli þar til tveimur dögum (48 klst) eftir að sjúkdómseinkenni hverfa,“ segir í aðvörun Matvælastofnunar.Þar segir jafnframt að uppköst séu bráðsmitandi og að til séu dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Þá sé jafnframt algengt að veiran smitiast með fæðu og vatni eftir aðkomu sýkts einstaklings. Einnig geti matvæli mengast í framleiðslunni með menguðu vatni við vökvun eða skolun.
Heilbrigðismál Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Aukning á niðurgangspestum hérlendis Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. 1. nóvember 2019 14:31 Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Aukning á niðurgangspestum hérlendis Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. 1. nóvember 2019 14:31
Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45