Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 12:15 Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Vísir/Vilhelm Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira
Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira