Bergfyllan í Ketubjörgum féll fram í sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Þessar myndir eru frá árinu 2015 þegar lögreglan lokaði svæðinu af öryggisástæðum. mynd/lögreglan skagafirði Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur. Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur.
Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira