Annie Mist útskýrir af hverju þátturinn var tekinn tímabundið úr birtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 20:13 Þessum eftirmála var bætt við myndbandið og það í framhaldinu sett aftur í birtingu. Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur. CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur.
CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15