Annie Mist útskýrir af hverju þátturinn var tekinn tímabundið úr birtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 20:13 Þessum eftirmála var bætt við myndbandið og það í framhaldinu sett aftur í birtingu. Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur. CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur.
CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15