Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Frjálslyndir demókratar vilja stöðva útgönguna. Nordicphotos/Getty Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira