Fulltrúar Hagstofunnar kynna nýja þjóðhagsspá fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í dag. Í vor spáði Hagstofan 2,6 prósenta hagvexti en með vísan til nýlegrar spár Alþýðusambands Íslands sem gerði ráð fyrir að hagvöxtur yrði aðeins 0,6 prósent á næsta ári má búast við að þjóðhagsspáin fyrir næsta ár verði svartsýnni en gert var ráð fyrir í vor. Mun það kalla á breytingar á fjárlagafrumvarpi en áætlað er að 2. umræða um fjárlög fari fram 12. nóvember.
Síðastliðið haust þurfti að gera umtalsverðar breytingar á fjárlögum vegna samdráttarspár Hagstofunnar. Hafði fjármálaráðherra sætt töluverðri gagnrýni fyrir bjartsýni í fjárlagafrumvarpi síðasta árs.
Þjóðhagsspá kynnt í dag
Aðalheiður Ámundadóttir skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf