Kona sem hræðist karla Sunna Dís Jónasdóttir skrifar 19. nóvember 2019 07:30 Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinder Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun