Ritstjóri New York Times segir Trump hafa stofnað lífi blaðamanna í hættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á tiltekna fjölmiðla í landinu. vísir/getty Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“ Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira