Ég er hakkaþonráðgjafi, en þú? Kristjana Björk Barðdal skrifar 18. nóvember 2019 08:30 Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar