Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 13:48 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir ásakanirnar grafalvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30