„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2019 11:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék sem forstjóri Samherja í vikunni, er ennþá stjórnarformaður Framherja í Færeyjum. Vísur/sigurjón Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi. Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi.
Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30