Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 18:42 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira