Essin þrjú: Shakira, Samherji og spilling Friðrik Agni Árnason skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun