Chris Pratt á Skálafellsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 12:30 Bandaríski leikarinn Chris Pratt. Vísir/Getty Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur. Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans. Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur. Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans. Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein