Engir samningar bak við milljarða framlag ríkisins til Sjálfsbjargarheimilisins í áravís Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 13:00 Skrifstofur Sjálfsbjargar eru við Hátún 12 í Reykjavík. Vilhelm Hvorki velferðarráðuneytið né heilbrigðisráðuneytið hafa verið með þjónustusamning við Sjálfsbjargarheimilið í áravís þrátt fyrir að hafa greitt tæplega 600-700 milljónir króna í rekstur þess árlega. Heilbriðisráðuneytið og Sjálfsbörg eiga fund í dag vegna málsins. Rekstur Sjálfsbjargarheimilisins hefur verið tryggður með fjárframlögum frá ríkinu frá upphafi. Samkvæmt upplýsingum þaðan er þar veitt hjúkrunar- stuðnings- og endurhæfingarþjónusta af læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, iðjuþjálfum, félagsráðgjafa og sjúkraþjálfurum. Bæði er veitt sólarhringsþjónusta og dagþjónusta. Fram kemur í svari Sjálfsbjargar til fréttastofu að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar en framlag ríkisins á þessu til Sjálfsbjargarheimilsins á þessu ári er tæplega 700 milljónir króna.Uppstokkun framundan Í fjárlögum heyrir framlagið til Sjálfsbjargar undir aðra samninga um endurhæfingarþjónustu en hins vegar hefur engin samningur verið til við stofnunina í áraraðir, hvorki í tíð gamla heilbrigðisráðuneytisins né velferðarráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Fram kemur í svari ráðuneytisins að fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands hafi heimsótt Sjálfsbjargarheimilið síðastliðið vor og þess til að ræða framtíðarfyrirkomulag rekstrarins. „Fyrir liggur að Sjálfsbjörg er með áform um að stokka reksturinn upp og ráðast í uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir þann hóp sem félagið hefur þjónustað. Ráðuneytið mun í tengslum við þau áform ráðast í greiningu þjónustunnar sem þarna er veitt, meðal annars með tilliti til þess að hvaða leyti hún snýr að þjónustu við fatlað fólk og að hvaða leyti undir skilgreiningar laga um heilbrigðisþjónustu,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið og Sjálfsbjörg fara yfir það í sameiningu og hefur fundur verið ákveðinn í dag. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Hvorki velferðarráðuneytið né heilbrigðisráðuneytið hafa verið með þjónustusamning við Sjálfsbjargarheimilið í áravís þrátt fyrir að hafa greitt tæplega 600-700 milljónir króna í rekstur þess árlega. Heilbriðisráðuneytið og Sjálfsbörg eiga fund í dag vegna málsins. Rekstur Sjálfsbjargarheimilisins hefur verið tryggður með fjárframlögum frá ríkinu frá upphafi. Samkvæmt upplýsingum þaðan er þar veitt hjúkrunar- stuðnings- og endurhæfingarþjónusta af læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, iðjuþjálfum, félagsráðgjafa og sjúkraþjálfurum. Bæði er veitt sólarhringsþjónusta og dagþjónusta. Fram kemur í svari Sjálfsbjargar til fréttastofu að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar en framlag ríkisins á þessu til Sjálfsbjargarheimilsins á þessu ári er tæplega 700 milljónir króna.Uppstokkun framundan Í fjárlögum heyrir framlagið til Sjálfsbjargar undir aðra samninga um endurhæfingarþjónustu en hins vegar hefur engin samningur verið til við stofnunina í áraraðir, hvorki í tíð gamla heilbrigðisráðuneytisins né velferðarráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Fram kemur í svari ráðuneytisins að fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands hafi heimsótt Sjálfsbjargarheimilið síðastliðið vor og þess til að ræða framtíðarfyrirkomulag rekstrarins. „Fyrir liggur að Sjálfsbjörg er með áform um að stokka reksturinn upp og ráðast í uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir þann hóp sem félagið hefur þjónustað. Ráðuneytið mun í tengslum við þau áform ráðast í greiningu þjónustunnar sem þarna er veitt, meðal annars með tilliti til þess að hvaða leyti hún snýr að þjónustu við fatlað fólk og að hvaða leyti undir skilgreiningar laga um heilbrigðisþjónustu,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið og Sjálfsbjörg fara yfir það í sameiningu og hefur fundur verið ákveðinn í dag.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira