Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:40 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55