Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Elín Sigurgeirsdóttir, Eybjörg Hauksdóttir, Haraldur Sæmundsson og Jón Gauti Jónsson og Þórarinn Guðnason skrifa 11. nóvember 2019 13:42 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun