Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 10:18 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. AP/Seth Wenig Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent