Doctor Sleep vakti ekki áhuga kvenna og kolféll Heiðar Sumarliðason skrifar 11. nóvember 2019 09:22 Doctor Sleep náði ekki hylli áhorfenda. Tölur yfir bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum hafa verið birtar. Samkvæmt þeim hefur Doctor Sleep, framhaldið af The Shining, aðeins halað inn 14,1 milljón dollara. Þetta hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir útgefanda myndarinnar Warner Brothers en spár höfðu gefið til kynna að Doctor Sleep myndi hala inn 25 milljónum fyrstu sýningarhelgina. Nú velta fjölmiðlar vestra fyrir fyrir sér hvað skýri þessa litlu aðsókn. Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta. Eldra fólk hafði öðrum hnöppum að hneppa þessa helgina.It 2 sem einnig byggir á sögu Stephen King halaði nýverið inn meira en 90 milljón dollara fyrstu sýningarhelgina. Vefsíðan The Wrap bendir á hve stór hluti þeirra sem keyptu sig inn á hana hafi verið ungar konur en þær eru mjög áhugasamar um hrollvekjur og sækja þær til jafns við karlkyns jafnaldra sína. Markaðssetning Warner Brothers náði hins vegar engan veginn til kvenna og varð það myndinni að falli. Kyliegh Curran stelur seununni í Doctor Sleep. Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima. Fjölmiðlar hafa einnig velt því upp hvort Ewan McGregor sé hreinlega leikari sem geti opnað myndir og hvort hún hefði hlotið betri aðsókn með öðrum aðalleikara. Erfitt er hins vegar um það að spá en augljóslega hefur eitthvað farið stórlega úrskeiðis með tilliti til markaðssetningar myndinnar. Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining. Stjörnubíó Tengdar fréttir Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tölur yfir bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum hafa verið birtar. Samkvæmt þeim hefur Doctor Sleep, framhaldið af The Shining, aðeins halað inn 14,1 milljón dollara. Þetta hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir útgefanda myndarinnar Warner Brothers en spár höfðu gefið til kynna að Doctor Sleep myndi hala inn 25 milljónum fyrstu sýningarhelgina. Nú velta fjölmiðlar vestra fyrir fyrir sér hvað skýri þessa litlu aðsókn. Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta. Eldra fólk hafði öðrum hnöppum að hneppa þessa helgina.It 2 sem einnig byggir á sögu Stephen King halaði nýverið inn meira en 90 milljón dollara fyrstu sýningarhelgina. Vefsíðan The Wrap bendir á hve stór hluti þeirra sem keyptu sig inn á hana hafi verið ungar konur en þær eru mjög áhugasamar um hrollvekjur og sækja þær til jafns við karlkyns jafnaldra sína. Markaðssetning Warner Brothers náði hins vegar engan veginn til kvenna og varð það myndinni að falli. Kyliegh Curran stelur seununni í Doctor Sleep. Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima. Fjölmiðlar hafa einnig velt því upp hvort Ewan McGregor sé hreinlega leikari sem geti opnað myndir og hvort hún hefði hlotið betri aðsókn með öðrum aðalleikara. Erfitt er hins vegar um það að spá en augljóslega hefur eitthvað farið stórlega úrskeiðis með tilliti til markaðssetningar myndinnar. Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining.
Stjörnubíó Tengdar fréttir Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15