Nýsköpunarstefna og hvað svo? Kristjana Björk Barðdal og Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:57 Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar