Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Ari Brynjólfsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Arkitektastofan sem hannaði Gardens by the Bay í Singapore, sem er öllu stærra í sniðum, kemur að verkefni ALDIN Biodome. Nordicphotos/Getty Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira