Telja orkuverð hér allt of hátt Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania. Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira