Dæmi um að brotið hafi verið á rétti au-pair stúlkna hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður. Filippseyjar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður.
Filippseyjar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira