Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi.
Lögreglan í Malmö fékk í gær tilkynningu um sprengingu í borginni og skömmu síðar bárust fréttir um að tveir hefðu verið skotnir á pizzastað við áðurnefnt Möllevångstorg.
Báðir hinna slösuðu voru drengir á unglingsaldri, voru þeir fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús þar sem annar þeirra lést af sárum sínum.
Lögreglan hefur greint frá því að drengirnir séu báðir á unglingsaldri og að hinn látni hafi verið fimmtán ára gamall.
SVT greinir frá því að vitni að árásinni hafi heyrt hleypt af um 6-8 byssuskotum. Blaðamaður SVT sem var í nágrenni árásarinnar segir ekki hafa séð árásarmennina en mikil hræðsla hafi gripið um sig í nágrenni pizzastaðarins.
Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.
15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö

Tengdar fréttir

Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö
Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið.