Árásarmaðurinn, sem skotinn var til bana af lögreglu, hafði setið inni og hafði verið sakfelldur af ákæru vegna tengsla við hryðjuverk samkvæmt heimildum BBC. Tugir urðu vitni að atvikinu og á myndböndum frá London Bridge sést hópur fólks ráðast að manninum og var hann stöðvaður.
Stjórnmálaleiðtogar Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og Jeremy Corbyn leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa báðir hrósað viðbrögðum almennings í málinu.
Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum.
A guy who was with us at Fishmongers Hall took a 5' narwhale tusk from the wall and went out to confront the attacker. You can see him standing over the man (with what looks like a white pole) in the video. We were trying to help victims inside but that man's a hero #LondonBridge
— Amy Coop (@theamycoop) November 29, 2019