Mikil þörf reyndist fyrir sárafátæktarsjóð Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:09 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin. Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin.
Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira