Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 16:08 Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil. Fréttablaðið/Eyþór Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil en hóf störf í fyrra í Hádegismóum sem verkefnastjóri á markaðsdeild fyrirtækisins. Fjölmargir þeirra sem misstu vinnuna í dag hafa starfað hjá Morgunblaðinu um árabil og er óhætt að segja að stemmningin í Hádegismóum sé dauf í dag samkvæmt upplýsingum Vísis. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóra, vegna uppsagnanna en ekki fengið. Emilía Björnsdóttir, yfirmaður ljósmyndadeildar, er meðal þeirra sem misstu vinnuna en hún hafði starfað hjá Morgunblaðinu frá árinu 1974. Haraldur Jónasson, reynslumikill ljósmyndari, var einnig meðal þeirra sem sagt var upp.Stórt skarð höggvið á íþróttadeild Reynslumiklu íþróttafréttamennirnir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson eru sömuleiðis án vinnu eftir tíðindi dagsins. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reispassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtlegt við,“ sagði Guðmundur í kveðjupistli á Facebook. Hann hefur skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið og Mbl.is.Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn.Vísir/EgillAnna Lilja Þórisdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðakonur á Mbl.is, kveðja sömuleiðis Hádegismóana með söknuðu. „Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Anna Lilja á Facebook. Hún hefur starfað í Hádegismóum í níu ár.Engin viðbrögð frá framkvæmdastjóra Anna Sigríður getur hugsað sér að starfa áfram við textavinnu. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Anna Lilja, Anna Sigríður, Ívar, Sindri og Guðmundur voru á meðal þeirra átján vefblaðamanna Mbl.is sem gerðu alvarlega athugasemd við viðbrögð yfirstjórnar í verkfallsaðgerðum félagsmanna BÍ undanfarið. Þá kveður Hilmar Gunnarsson sömuleiðis eftir þrettán ára starf í Hádegismóum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil en hóf störf í fyrra í Hádegismóum sem verkefnastjóri á markaðsdeild fyrirtækisins. Fjölmargir þeirra sem misstu vinnuna í dag hafa starfað hjá Morgunblaðinu um árabil og er óhætt að segja að stemmningin í Hádegismóum sé dauf í dag samkvæmt upplýsingum Vísis. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóra, vegna uppsagnanna en ekki fengið. Emilía Björnsdóttir, yfirmaður ljósmyndadeildar, er meðal þeirra sem misstu vinnuna en hún hafði starfað hjá Morgunblaðinu frá árinu 1974. Haraldur Jónasson, reynslumikill ljósmyndari, var einnig meðal þeirra sem sagt var upp.Stórt skarð höggvið á íþróttadeild Reynslumiklu íþróttafréttamennirnir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson eru sömuleiðis án vinnu eftir tíðindi dagsins. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reispassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtlegt við,“ sagði Guðmundur í kveðjupistli á Facebook. Hann hefur skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið og Mbl.is.Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn.Vísir/EgillAnna Lilja Þórisdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðakonur á Mbl.is, kveðja sömuleiðis Hádegismóana með söknuðu. „Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Anna Lilja á Facebook. Hún hefur starfað í Hádegismóum í níu ár.Engin viðbrögð frá framkvæmdastjóra Anna Sigríður getur hugsað sér að starfa áfram við textavinnu. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Anna Lilja, Anna Sigríður, Ívar, Sindri og Guðmundur voru á meðal þeirra átján vefblaðamanna Mbl.is sem gerðu alvarlega athugasemd við viðbrögð yfirstjórnar í verkfallsaðgerðum félagsmanna BÍ undanfarið. Þá kveður Hilmar Gunnarsson sömuleiðis eftir þrettán ára starf í Hádegismóum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02