Forsætisráðherra vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 12:15 katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira