Neytendur vilja láta gott af sér leiða en fá ekki næg tækifæri til þess Jan Erik Saugestad skrifar 27. nóvember 2019 14:30 Áhugi almennings á sjálfbærni hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum og er farinn að geta af sér breytingar í neysluhegðun um alla Evrópu. Tvær skýrslur, annars vegar skýrsla um loftslagsbreytingar og land frá milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) og hins vegar nýleg skýrsla undir heitinu Tískan vegin (Measuring Fashion), sem leggur áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda í tískuiðnaðinum, hafa varpað ljósi á hlutverk matvæla, fatnaðar og neyslu í viðbrögðum almennings við loftslagsbreytingum. Neytendur vilja láta gott af sér leiða. Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum. Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019. Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða. Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli. Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning. Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi. Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi. Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum. Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó: „Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Áhugi almennings á sjálfbærni hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum og er farinn að geta af sér breytingar í neysluhegðun um alla Evrópu. Tvær skýrslur, annars vegar skýrsla um loftslagsbreytingar og land frá milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) og hins vegar nýleg skýrsla undir heitinu Tískan vegin (Measuring Fashion), sem leggur áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda í tískuiðnaðinum, hafa varpað ljósi á hlutverk matvæla, fatnaðar og neyslu í viðbrögðum almennings við loftslagsbreytingum. Neytendur vilja láta gott af sér leiða. Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum. Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019. Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða. Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli. Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning. Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi. Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi. Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum. Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó: „Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun