Minni hluti nýfæddra í þjóðkirkjunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Innan við helmingur barna er skráður í þjóðkirkjuna. Fréttablaðið/Anton Brink Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira