Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 11:51 Frá slysstað. Mynd/RNSA Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd. Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd.
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28
Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05
Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00