Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2019 08:53 Pedro Sanches, leiðtogi Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Getty Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15