Mega urða á Bakkafirði þrátt fyrir nálæga fiskhjalla Jón Þórisson skrifar 26. nóvember 2019 06:15 Á Bakkafirði. Fréttablaðið/Pjetur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð. Krafa kærenda var meðal annars studd þeim rökum að Umhverfisstofnun hefði ekki staðið rétt að mati á aðstæðum í aðdraganda veitingar starfsleyfis. Fjarlægð frá íbúðabyggð sé innan við 500 metra og sama eigi við um grunnskólann. Auk þess sé um að ræða útivistarsvæði. Þá er á það bent að þurrkhjallar fyrir harðfisk séu innan 500 metra radíuss frá fyrirhuguðum urðunarstað. Augljóst sé að skylt hafi verið að afla umhverfismats, en það var ekki gert. Að samanlögðu muni urðun sops hafa veruleg áhrif á umhverfi og samfélag á Bakkafirði og með því raska öryggi, lífsgæðum og fjárhagslegum hagsmunum. Umhverfisstofnun benti meðal annars á að fyrir liggi að Skipulagsstofnun hafi staðfest að ekki sé skylda til mats á umhverfisáhrifum. Þá sé ekki nema að litlu leyti vikið frá viðteknum fjarlægðarmörkum. Í málinu hafnaði Langanesbyggð málsástæðum kærenda. Samþykki heilbrigðisnefndar liggi fyrir og aðeins sé verið að veita leyfið til takmarkaðs tíma. Um sé að ræða enduropnun urðunarstaðar og þá kom fram af hálfu sveitarfélagsins að hús sem áður hýsti grunnskólann sé nú nýtt undir ferðaþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Umhverfismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð. Krafa kærenda var meðal annars studd þeim rökum að Umhverfisstofnun hefði ekki staðið rétt að mati á aðstæðum í aðdraganda veitingar starfsleyfis. Fjarlægð frá íbúðabyggð sé innan við 500 metra og sama eigi við um grunnskólann. Auk þess sé um að ræða útivistarsvæði. Þá er á það bent að þurrkhjallar fyrir harðfisk séu innan 500 metra radíuss frá fyrirhuguðum urðunarstað. Augljóst sé að skylt hafi verið að afla umhverfismats, en það var ekki gert. Að samanlögðu muni urðun sops hafa veruleg áhrif á umhverfi og samfélag á Bakkafirði og með því raska öryggi, lífsgæðum og fjárhagslegum hagsmunum. Umhverfisstofnun benti meðal annars á að fyrir liggi að Skipulagsstofnun hafi staðfest að ekki sé skylda til mats á umhverfisáhrifum. Þá sé ekki nema að litlu leyti vikið frá viðteknum fjarlægðarmörkum. Í málinu hafnaði Langanesbyggð málsástæðum kærenda. Samþykki heilbrigðisnefndar liggi fyrir og aðeins sé verið að veita leyfið til takmarkaðs tíma. Um sé að ræða enduropnun urðunarstaðar og þá kom fram af hálfu sveitarfélagsins að hús sem áður hýsti grunnskólann sé nú nýtt undir ferðaþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Umhverfismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira