Yfirlögregluþjónn vill auka löggæslu til að sporna gegn hraðakstri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 18:17 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi Vísir/Stöð2 Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Þessar fjárhæðir innheimtast ekki og eru þannig allt að 250 milljónir á ári afskrifaðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir vandamálið vera fólgið í brotum sem nást á löggæslumyndavélar. Þær sektir sem gefnar séu úti á götu, þegar lögreglan stöðvar ökumenn, séu yfirleitt greiddar á staðnum. Það hafi gengið vel og gefist öllum kostur á að greiða sektir samstundis, sama hvort það séu erlendir ferðamenn eða Íslendingar. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ein leiðin er að breyta lögum þannig að hægt sé að leggja á leigurnar sem framleggja það svo á ökumenn. Önnur leið, sem er unnið að í dag að hluta til, eru samningar á milli Íslands og Norðurlanda um innheimtu sekta og sú leið er notuð mikið líka.“ Hann segir þá leið vera nokkuð kostnaðarsama, sá kostnaður lendi hins vegar ekki á lögreglunni heldur sjái innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sjái um þá innheimtu. „Það er alltaf ökumaður sem er ábyrgur þarna og í því strandar þetta, það er ekki hægt að leggja sektir á eigendur bifreiða.“Auka þurfi löggæslu til að fækka slysum Hann segir að breyta þurfi lögum ef eigandi bifreiðar eigi að vera ábyrgur fyrir greiðslu, líkt og með stöðubrot. „Mín skoðun er sú að við eigum að efla þessa umferðarlöggæslu, það er hún sem skilar því að hraðinn detti niður sem sýnir að löggæsla fækkar slysum. Myndavélarnar gera það takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segist þó ekki vilja fækka myndavélum en fleiri lögreglubíla þurfi í umferðinni. „Ef við erum að horfa á umferðaröryggi þá er það það sem við viljum sjá aukast og það gerum við með því að auka löggæslu á vegum, að við séum að stoppa fólk í umferðinni. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að koma í veg fyrir brotin, ekki bar að sekta fyrir þau.“ Hann segir tilraunir vegagerðarinnar í jafnhraðamyndavélum mjög áhugaverða tækni og að myndavélarnar séu góðar. „Jafnhraðamyndavélin og myndavélarnar eru góðar til síns brúks en þær koma samt ekki í staðin fyrir vettvangslögreglu eða löggæsluna.“ Löggæslusvæði lögreglunnar á Suðurlandi er 31 þúsund ferkílómetra stórt og segir Sveinn vanta töluvert upp á að myndavélar og vettvangslöggæsla séu í jafnvægi. „Við erum að eltast við hálendið líka og við höfum fengið eyru stjórnvalda nokkuð hér á suðurlandinu og náð að fjölga aðeins á stærstu stöðunum hjá okkur en við þurfum að fjölga á þessum fámennustu,“ segir Sveinn. „Innheimtan kemur auðvitað lítið inn á borð lögreglunnar, það er innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sér um það og það er inni á borði sýslumannsins á Blönduósi en það er þessi vettvangsinnheimta sem við erum að sýsla með og það gengur vel að innheimta það og það eru ekki mörg mál sem falla niður þar,“ segir Sveinn. „Þetta er ansi sláandi með myndavélarnar hvað er mikið sem tapast úr því, að menn eru ekki að borga sektir sínar.“ „Svo er spurning hvað er sanngjarnt að leggja þessar hraðasektir á bíleigendur, þetta er vissulega ökumaðurinn sem ber ábyrgð á akstrinum,“ bætir hann við.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klipparanum hér að neðan. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00 Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Þessar fjárhæðir innheimtast ekki og eru þannig allt að 250 milljónir á ári afskrifaðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir vandamálið vera fólgið í brotum sem nást á löggæslumyndavélar. Þær sektir sem gefnar séu úti á götu, þegar lögreglan stöðvar ökumenn, séu yfirleitt greiddar á staðnum. Það hafi gengið vel og gefist öllum kostur á að greiða sektir samstundis, sama hvort það séu erlendir ferðamenn eða Íslendingar. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ein leiðin er að breyta lögum þannig að hægt sé að leggja á leigurnar sem framleggja það svo á ökumenn. Önnur leið, sem er unnið að í dag að hluta til, eru samningar á milli Íslands og Norðurlanda um innheimtu sekta og sú leið er notuð mikið líka.“ Hann segir þá leið vera nokkuð kostnaðarsama, sá kostnaður lendi hins vegar ekki á lögreglunni heldur sjái innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sjái um þá innheimtu. „Það er alltaf ökumaður sem er ábyrgur þarna og í því strandar þetta, það er ekki hægt að leggja sektir á eigendur bifreiða.“Auka þurfi löggæslu til að fækka slysum Hann segir að breyta þurfi lögum ef eigandi bifreiðar eigi að vera ábyrgur fyrir greiðslu, líkt og með stöðubrot. „Mín skoðun er sú að við eigum að efla þessa umferðarlöggæslu, það er hún sem skilar því að hraðinn detti niður sem sýnir að löggæsla fækkar slysum. Myndavélarnar gera það takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segist þó ekki vilja fækka myndavélum en fleiri lögreglubíla þurfi í umferðinni. „Ef við erum að horfa á umferðaröryggi þá er það það sem við viljum sjá aukast og það gerum við með því að auka löggæslu á vegum, að við séum að stoppa fólk í umferðinni. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að koma í veg fyrir brotin, ekki bar að sekta fyrir þau.“ Hann segir tilraunir vegagerðarinnar í jafnhraðamyndavélum mjög áhugaverða tækni og að myndavélarnar séu góðar. „Jafnhraðamyndavélin og myndavélarnar eru góðar til síns brúks en þær koma samt ekki í staðin fyrir vettvangslögreglu eða löggæsluna.“ Löggæslusvæði lögreglunnar á Suðurlandi er 31 þúsund ferkílómetra stórt og segir Sveinn vanta töluvert upp á að myndavélar og vettvangslöggæsla séu í jafnvægi. „Við erum að eltast við hálendið líka og við höfum fengið eyru stjórnvalda nokkuð hér á suðurlandinu og náð að fjölga aðeins á stærstu stöðunum hjá okkur en við þurfum að fjölga á þessum fámennustu,“ segir Sveinn. „Innheimtan kemur auðvitað lítið inn á borð lögreglunnar, það er innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sér um það og það er inni á borði sýslumannsins á Blönduósi en það er þessi vettvangsinnheimta sem við erum að sýsla með og það gengur vel að innheimta það og það eru ekki mörg mál sem falla niður þar,“ segir Sveinn. „Þetta er ansi sláandi með myndavélarnar hvað er mikið sem tapast úr því, að menn eru ekki að borga sektir sínar.“ „Svo er spurning hvað er sanngjarnt að leggja þessar hraðasektir á bíleigendur, þetta er vissulega ökumaðurinn sem ber ábyrgð á akstrinum,“ bætir hann við.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klipparanum hér að neðan.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00 Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00
Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45