Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:45 Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira