Hyggst vinna sína vinnu áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 15:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. Þar kröfðust mótmælendur þess meðal annars að Kristján Þór myndi segja af sér og ítrekuðu kröfu um nýja stjórnarskrá með sérstöku auðlindaákvæði.Sjá einnig: „Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ „Viðbrögð mín við fundinum eru engin sérstök að öðru leyti heldur en því að ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku,“ svaraði Kristján Þór. Hann muni áfram gæta að hæfi, hvort heldur sem um er að ræða sérstök mál eða annað. „Og leggja mig bara einfaldlega fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyrir. Það eru viðbrögð mín við þessum fundi,“ sagði Kristján Þór. Í síðari fyrirspurn spurði Halldóra hvað þyrfti þá eiginlega til svo að hann myndi íhuga að segja af sér. Vísaði hún til þess að yfir fjögur þúsund manns hafi sótt útifundinn á laugardaginn. „Hversu margir þurfa að lýsa yfir vantrausti á ráðherra til þess að afstaða hans breytist?“ spurði Halldóra. Kristján Þór svaraði því til að hann hefði engan sérstakan mælikvarða á það. „Ég finn bæði fyrir trausti og vantrausti eins og við stjórnmálamenn gerum iðulega,“ sagði Kristján Þór. Störf stjórnmálamanna séu í eðli sínu umdeild. „Við leggjum verk okkar í dóm kjósenda oftast nær á fjögurra ára fresti. Ég treysti mér fyllilega til þess að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til að gegna störfum fyrir Norðausturkjördæmi en um leið taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla landsmenn,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. Þar kröfðust mótmælendur þess meðal annars að Kristján Þór myndi segja af sér og ítrekuðu kröfu um nýja stjórnarskrá með sérstöku auðlindaákvæði.Sjá einnig: „Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ „Viðbrögð mín við fundinum eru engin sérstök að öðru leyti heldur en því að ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku,“ svaraði Kristján Þór. Hann muni áfram gæta að hæfi, hvort heldur sem um er að ræða sérstök mál eða annað. „Og leggja mig bara einfaldlega fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyrir. Það eru viðbrögð mín við þessum fundi,“ sagði Kristján Þór. Í síðari fyrirspurn spurði Halldóra hvað þyrfti þá eiginlega til svo að hann myndi íhuga að segja af sér. Vísaði hún til þess að yfir fjögur þúsund manns hafi sótt útifundinn á laugardaginn. „Hversu margir þurfa að lýsa yfir vantrausti á ráðherra til þess að afstaða hans breytist?“ spurði Halldóra. Kristján Þór svaraði því til að hann hefði engan sérstakan mælikvarða á það. „Ég finn bæði fyrir trausti og vantrausti eins og við stjórnmálamenn gerum iðulega,“ sagði Kristján Þór. Störf stjórnmálamanna séu í eðli sínu umdeild. „Við leggjum verk okkar í dóm kjósenda oftast nær á fjögurra ára fresti. Ég treysti mér fyllilega til þess að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til að gegna störfum fyrir Norðausturkjördæmi en um leið taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla landsmenn,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira