Hegðun Þorbergs í vélinni hafi réttlætt nauðlendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:16 Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Hringbrautar, tjáði sig um mál Þorbergs Aðalsteinssonar í Bítinu í morgun. Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna hegðunar Þorbergs Aðalsteinssonar, eftir ummæli Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið. Kristjón ræddi atburðarásina frá sínu sjónarhorni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði til að mynda að Þorbergur hefði reynt að greiða fyrir mat með íslenskum peningum. Þá kvað Kristjón ákvörðun áhafnarinnar um að nauðlenda vélinni í Noregi réttlætanlega miðað við hegðun Þorbergs um borð. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku.„Pirringur hlaupið í flugfreyjuna“ Þorbergur lýsti atburðarásinni þannig í Bítinu að hann hafi tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér. Þorbergur sagðist síðar hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn, staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þar útilokaði hann ekki að flugfreyjunni hefði orðið bylt við. Síðan hafi hann farið á salernið, svo aftur í sæti sitt og sofnað. Hann hafi svo rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur sagðist fyrst ekki vilja afhenda. Það hafi svo komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var að flugvélinni yrði lent í Stafangri í Noregi. Þorbergur þvertók fyrir að komið hafi til handalögmála eða stympinga, auk þess sem hann sagði alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Viðtalið við Þorberg frá því í síðustu viku má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hafi reynt að borga með íslenskum peningum Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar var farþegi í umræddri flugvél og lýsti upplifun sinni af atburðarásinni í Bítinu í morgun. Kristjón kvaðst hafa setið um tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan Þorberg í vélinni. Hann hafi séð hvað þar fór fram og þá hafi hann einnig gefið sig á tal við Þorberg, sem hafi ekki verið „í góðu standi“. „Hann vaknar, það er rétt hjá honum, og hann vaknar svangur og það kemur þarna flugfreyja sem býður honum mat og hann ætlaði að panta sér þarna súpu meðal annars, og eitthvað meira með, og síðan þegar kemur að því að borga þá mundi hann ekki PIN-númerið sitt. Þetta er farið að taka allt tíu, fimmtán mínútur,“ sagði Kristjón. Kristjón tók fram að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að lýsa ástandi Þorbergs um borð í vélinni. Hann hafi þó ekki séð annað í stöðunni miðað við það sem Þorbergur hafi sagt um Hringbraut í tengslum við málið. Þorbergur hefur gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um málið, einkum skrif Hringbrautar sem var fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Þorbergur lýsti umfjöllun miðilsins sem „algjörum skáldskap og níð á mér“. Kristjón sagði í Bítinu að hegðun Þorbergs hefði strax byrjað að vekja athygli. „Af því að ástand hans var það slæmt. Hann virkaði eins og drukkinn maður. Þarna tók tíu, fimmtán mínútur að afgreiða hann. Næsti maður sem sat við hliðina á honum fremst í vélinni, hann var flúinn og farinn að hrópa á hann,“ sagði Kristjón. „Og hann skildi ekki hvað flugfreyjan var að segja. Næst, þá tók hann upp, hann sagðist hafa verið með evrur á sér og þeir taka náttúrulega evrur, en hann var að reyna að borga með íslenskum peningum.“Háalvarlegt mál Kristjón sagðist jafnframt hafa farið sjálfur fremst í vélina og átt þar orðaskipti við Þorberg. Hann kvað jafnframt að líklegt væri að svefnlyf, sem Þorbergur sagðist hafa tekið fyrir flugið, hefði haft áhrif á hegðun hans. „Síðan fer ég á klósettið og nokkrum sekúndum seinna heyri ég nokkur- þar sem er barið fast, þá er hann að sparka í dyrnar á flugstjórnarklefanum,“ sagði Kristjón, sem sagði Þorberg þá hafa verið að leita að viðkomandi flugfreyju.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMÞá sagði Kristjón að hegðun Þorbergs fram að því að hann sofnaði hefði réttlætt viðbrögð áhafnarinnar, sem ákvað að lenda flugvélinni í Noregi. „Það er enginn að fara að lenda flugvél í Noregi út af því að einhver flugfreyja sé með frekju. Þetta er háalvarlegt mál, þarna eru flugmenn sem bera ábyrgð á tvö, þrjú hundruð manns,“ sagði Kristjón. „En flugmenn geta ekki tekið séns með það að einhver maður sé búinn að hegða sér með dólgslegum hætti. Hvað gerir þessi maður næst? Hann var búinn að labba að dyrunum, að hinum og þessum, og það var alltaf verið að reka hann í sætið.“ Eins og áður segir var Hringbraut fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Kristjón var inntur eftir því hvort komið hefði til greina að nafngreina hann ekki í umfjölluninni. „Á þessum tímapunkti? Það kom alveg til greina. Meira að segja þegar ég kom heim, þetta leit ekki það risastórt út fyrir mér þegar ég kom.“Viðtalið við Kristjón má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Bítið Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45 Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna hegðunar Þorbergs Aðalsteinssonar, eftir ummæli Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið. Kristjón ræddi atburðarásina frá sínu sjónarhorni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði til að mynda að Þorbergur hefði reynt að greiða fyrir mat með íslenskum peningum. Þá kvað Kristjón ákvörðun áhafnarinnar um að nauðlenda vélinni í Noregi réttlætanlega miðað við hegðun Þorbergs um borð. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku.„Pirringur hlaupið í flugfreyjuna“ Þorbergur lýsti atburðarásinni þannig í Bítinu að hann hafi tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér. Þorbergur sagðist síðar hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn, staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þar útilokaði hann ekki að flugfreyjunni hefði orðið bylt við. Síðan hafi hann farið á salernið, svo aftur í sæti sitt og sofnað. Hann hafi svo rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur sagðist fyrst ekki vilja afhenda. Það hafi svo komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var að flugvélinni yrði lent í Stafangri í Noregi. Þorbergur þvertók fyrir að komið hafi til handalögmála eða stympinga, auk þess sem hann sagði alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Viðtalið við Þorberg frá því í síðustu viku má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hafi reynt að borga með íslenskum peningum Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar var farþegi í umræddri flugvél og lýsti upplifun sinni af atburðarásinni í Bítinu í morgun. Kristjón kvaðst hafa setið um tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan Þorberg í vélinni. Hann hafi séð hvað þar fór fram og þá hafi hann einnig gefið sig á tal við Þorberg, sem hafi ekki verið „í góðu standi“. „Hann vaknar, það er rétt hjá honum, og hann vaknar svangur og það kemur þarna flugfreyja sem býður honum mat og hann ætlaði að panta sér þarna súpu meðal annars, og eitthvað meira með, og síðan þegar kemur að því að borga þá mundi hann ekki PIN-númerið sitt. Þetta er farið að taka allt tíu, fimmtán mínútur,“ sagði Kristjón. Kristjón tók fram að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að lýsa ástandi Þorbergs um borð í vélinni. Hann hafi þó ekki séð annað í stöðunni miðað við það sem Þorbergur hafi sagt um Hringbraut í tengslum við málið. Þorbergur hefur gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um málið, einkum skrif Hringbrautar sem var fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Þorbergur lýsti umfjöllun miðilsins sem „algjörum skáldskap og níð á mér“. Kristjón sagði í Bítinu að hegðun Þorbergs hefði strax byrjað að vekja athygli. „Af því að ástand hans var það slæmt. Hann virkaði eins og drukkinn maður. Þarna tók tíu, fimmtán mínútur að afgreiða hann. Næsti maður sem sat við hliðina á honum fremst í vélinni, hann var flúinn og farinn að hrópa á hann,“ sagði Kristjón. „Og hann skildi ekki hvað flugfreyjan var að segja. Næst, þá tók hann upp, hann sagðist hafa verið með evrur á sér og þeir taka náttúrulega evrur, en hann var að reyna að borga með íslenskum peningum.“Háalvarlegt mál Kristjón sagðist jafnframt hafa farið sjálfur fremst í vélina og átt þar orðaskipti við Þorberg. Hann kvað jafnframt að líklegt væri að svefnlyf, sem Þorbergur sagðist hafa tekið fyrir flugið, hefði haft áhrif á hegðun hans. „Síðan fer ég á klósettið og nokkrum sekúndum seinna heyri ég nokkur- þar sem er barið fast, þá er hann að sparka í dyrnar á flugstjórnarklefanum,“ sagði Kristjón, sem sagði Þorberg þá hafa verið að leita að viðkomandi flugfreyju.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMÞá sagði Kristjón að hegðun Þorbergs fram að því að hann sofnaði hefði réttlætt viðbrögð áhafnarinnar, sem ákvað að lenda flugvélinni í Noregi. „Það er enginn að fara að lenda flugvél í Noregi út af því að einhver flugfreyja sé með frekju. Þetta er háalvarlegt mál, þarna eru flugmenn sem bera ábyrgð á tvö, þrjú hundruð manns,“ sagði Kristjón. „En flugmenn geta ekki tekið séns með það að einhver maður sé búinn að hegða sér með dólgslegum hætti. Hvað gerir þessi maður næst? Hann var búinn að labba að dyrunum, að hinum og þessum, og það var alltaf verið að reka hann í sætið.“ Eins og áður segir var Hringbraut fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Kristjón var inntur eftir því hvort komið hefði til greina að nafngreina hann ekki í umfjölluninni. „Á þessum tímapunkti? Það kom alveg til greina. Meira að segja þegar ég kom heim, þetta leit ekki það risastórt út fyrir mér þegar ég kom.“Viðtalið við Kristjón má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Bítið Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45 Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00