Segir ekki tilefni til að umbylta kerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:16 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. fréttablaðið/stefán Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira